Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2018 19:45 Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30