Sjálfstæðismenn boða lækkun útsvars og stórframkvæmdir í vegamálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2018 20:30 Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2018 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2018 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira