Hvað er að frétta af „stríðinu gegn einkabílnum“? Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2018 11:11 Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun