Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2018 19:45 „Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi. Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi.
Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira