Jákvæðni og dauðinn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 15. maí 2018 09:00 Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun