Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:00 Herdís Anna Þorvaldsdóttir segir sundfólk finna fyrir óþægindum í innilaug Laugardalslaugar og vill láta kanna loftgæðin. Vísir/Andri Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira