Leikstjóri íslenska Eurovision-atriðisins hefði ekki breytt neinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2018 22:15 Arnór Pálmi Arnarson hefur m.a. leikstýrt Áramótaskaupi Sjónvarpsins og Ligeglad. Íslenska atriðið í Eurovision er nýjasta leikstjóraverkefnið sem hann tekur að sér en hann stýrði sviðsetningunni ásamt Þórunni Ernu Clausen og Ragnari Santos. Vísir/Valli Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri íslenska atriðisins í Eurovision, segir að eftir á að hyggja hefði hann ekki breytt neinu hvað varðar sviðsetningu á atriðinu í keppninni, allt hafi farið eins og áætlað var og engu hafi þurft að sleppa. Hann segir íslenska hópinn jafnramt ekki hafa látið gagnrýnisraddir á sig fá eftir slæmt gengi á undankvöldi keppninnar síðastliðinn þriðjudag.Pældu lítið í gagnrýninni Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð íslenska atriðisins síðustu daga þó að Íslendingar séu flestir sammála um að Ari Ólafsson hafi staðið sig vel. Hann flutti lagið Our Choice á fyrra undankvöldi Eurovision síðastliðinn þriðjudag en hlaut engin stig í símakosningu og komst ekki áfram. Sigríður Beinteinsdóttir og Eyjólfur Kristjánsdóttir, Sigga og Eyfi, sem bæði hafa tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd voru til að mynda sammála um að atriði Íslands hafi verið „steindautt“ og að ekkert hafi verið í gangi á sviðinu. Þá sagði Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í ár, að tilefni sé til að huga betur að sviðssetningu.Sjá einnig: 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Arnór, sem leikstýrði íslenska atriðinu úti í Lissabon, segir í samtali við Vísi að íslenski hópurinn hafi lítið pælt í gagnrýni á atriðið. „Þetta var það sem við vildum gera og mesti fókusinn fór í að gera allt til að styðja Ara þannig að hann myndi klára þetta svona vel,“ segir Arnór. „Við vorum að gera okkar besta. Við heyrðum af gagnrýninni en vorum ekki að velta okkur upp úr því, enda ekkert annað hægt. Þetta lag var kosið til að fara áfram og við vorum ótrúlega glöð í höllinni eftir að Ari kláraði. Hann gerði allt sem við lögðum upp með en svo ráðum við ekki hvað Evrópa fílar.“ Aðspurður segir Arnór að hann hefði ekki gert neitt öðruvísi í sviðsetningu á atriðinu þegar litið er til baka, þrátt fyrir gagnrýnisraddir. „Alls ekki. Við vorum með þetta lag og þennan frábæra dreng að flytja það,“ segir Arnór. „Það var ekkert sem við fengum ekki að gera eða gátum ekki gert. Ari flutti lagið og það var aldrei nein önnur pæling.“Eldur, reykur, sápukúlur og sviðsmynd Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins, fór fyrir íslenska teyminu úti í Lissabon en hún söng auk þess bakraddir á sviðinu. Þórunn tjáði sig um gengi íslenska hópsins á Instagram-reikningi sínum í dag. „Hefðum við getað skipulagt þetta á annan hátt, notað dansara á sviðinu eða flugelda til að gera sviðsetninguna íburðarmeiri... auðvitað! Það sem áhorfendur vita kannski ekki er að það kostar töluvert meira að hafa eld, reyk, sápukúlur, sviðsmynd o.s.frv. á sviðinu og það þarf að þjóna tilgangi í laginu,“ skrifaði Þórunn í færslunni á Instagram í kvöld. So many emotions after months of devotion and hard work on this project and adventuremy heart is full of gratitude for all your kind messages of love and support you guys surely make it all worth while I had the best team imaginable backstage and singers who sang their hearts out on stage in perfect pitch and worked so hard and I'm super proud of them.Ari shone like the star he is, nailing the whole range of Our choice ...more than 2 1/2 octaves...showcasing his amazing vocal range and making it sound easy....with his wonderful charm and heart that he so givingly shared with the world.Could we have orchestrated it differently,used dancers on stage or fireworks to make the staging more extravagant....of course!What the audience might not know is that it costs a lot extra to have fire, smoke, bubbles, set etc on stage and it needs to serve the song.I'm super grateful for the hard work of everyone around us and to the crew of Eurovision, it was an honor to be a part of it all.We spread our message that we have a choice to treat other people with kindness and love... it's important, thank you guys for letting us know that it reached your heartsBehind the strongest people we meet there can be a painful story...so be considerate and kind to others....and please stop violence...please! "We've only got each other now, don't walk away and play pretend, it might as well be you who's suffering tonight! We all have a choice we can make"most of all I'm thankful for the friendships I've made on this journey, they touched my heart. I believe things happen for a reason, and I don't take any of this for granted....that I'll take with me from this.Life is so short and the only thing we know is that we have here and now Love to you all and congratulations to all my friends on your success on Saturday#ourchoice #iceland #singersofeurovision #teamiceland #eurovision #eurovision2018 #esc2018 #singersongwriter @ari_olafsson @erlastef @arnarun @viggis @gunnileo @felixbergsson @baldurrafn90 @rankaclausen @solveigk1985 @elinreynis @sallarinn @birna76 @arnorpalmi @ragnarsantos @bonjonesy @ryan_acoustic @cesarsampson @zibbz_official @eugentbushpepa @davidluther A post shared by Thorunn Clausen (@thorunnclausen) on May 14, 2018 at 10:41am PDT Aðspurður út í færslu Þórunnar og þá helst hvort gloríur á borð við eld, reyk og sápukúlur hafi mögulega ekki verið hægt að framkvæma vegna skorts á fjármagni segist Arnór ekki hafa heyrt af því. Þá hafi RÚV ekki pressað á þau að sleppa neinu heldur hafi allt farið eins og áætlað var frá upphafi. Arnór segir að lokum hópinn þó fyrst og fremst ánægðan með frammistöðu Ara á þriðjudagskvöldið. Að því leyti hafi ætlunarverkið tekist. „Það sem við lögðum upp með, að Ari myndi flytja þetta lag jafnstórkostlega og hann gerði, það tókst.“ Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Ganga stolt frá Eurovision „Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum“ 14. maí 2018 06:00 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri íslenska atriðisins í Eurovision, segir að eftir á að hyggja hefði hann ekki breytt neinu hvað varðar sviðsetningu á atriðinu í keppninni, allt hafi farið eins og áætlað var og engu hafi þurft að sleppa. Hann segir íslenska hópinn jafnramt ekki hafa látið gagnrýnisraddir á sig fá eftir slæmt gengi á undankvöldi keppninnar síðastliðinn þriðjudag.Pældu lítið í gagnrýninni Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð íslenska atriðisins síðustu daga þó að Íslendingar séu flestir sammála um að Ari Ólafsson hafi staðið sig vel. Hann flutti lagið Our Choice á fyrra undankvöldi Eurovision síðastliðinn þriðjudag en hlaut engin stig í símakosningu og komst ekki áfram. Sigríður Beinteinsdóttir og Eyjólfur Kristjánsdóttir, Sigga og Eyfi, sem bæði hafa tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd voru til að mynda sammála um að atriði Íslands hafi verið „steindautt“ og að ekkert hafi verið í gangi á sviðinu. Þá sagði Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í ár, að tilefni sé til að huga betur að sviðssetningu.Sjá einnig: 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Arnór, sem leikstýrði íslenska atriðinu úti í Lissabon, segir í samtali við Vísi að íslenski hópurinn hafi lítið pælt í gagnrýni á atriðið. „Þetta var það sem við vildum gera og mesti fókusinn fór í að gera allt til að styðja Ara þannig að hann myndi klára þetta svona vel,“ segir Arnór. „Við vorum að gera okkar besta. Við heyrðum af gagnrýninni en vorum ekki að velta okkur upp úr því, enda ekkert annað hægt. Þetta lag var kosið til að fara áfram og við vorum ótrúlega glöð í höllinni eftir að Ari kláraði. Hann gerði allt sem við lögðum upp með en svo ráðum við ekki hvað Evrópa fílar.“ Aðspurður segir Arnór að hann hefði ekki gert neitt öðruvísi í sviðsetningu á atriðinu þegar litið er til baka, þrátt fyrir gagnrýnisraddir. „Alls ekki. Við vorum með þetta lag og þennan frábæra dreng að flytja það,“ segir Arnór. „Það var ekkert sem við fengum ekki að gera eða gátum ekki gert. Ari flutti lagið og það var aldrei nein önnur pæling.“Eldur, reykur, sápukúlur og sviðsmynd Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins, fór fyrir íslenska teyminu úti í Lissabon en hún söng auk þess bakraddir á sviðinu. Þórunn tjáði sig um gengi íslenska hópsins á Instagram-reikningi sínum í dag. „Hefðum við getað skipulagt þetta á annan hátt, notað dansara á sviðinu eða flugelda til að gera sviðsetninguna íburðarmeiri... auðvitað! Það sem áhorfendur vita kannski ekki er að það kostar töluvert meira að hafa eld, reyk, sápukúlur, sviðsmynd o.s.frv. á sviðinu og það þarf að þjóna tilgangi í laginu,“ skrifaði Þórunn í færslunni á Instagram í kvöld. So many emotions after months of devotion and hard work on this project and adventuremy heart is full of gratitude for all your kind messages of love and support you guys surely make it all worth while I had the best team imaginable backstage and singers who sang their hearts out on stage in perfect pitch and worked so hard and I'm super proud of them.Ari shone like the star he is, nailing the whole range of Our choice ...more than 2 1/2 octaves...showcasing his amazing vocal range and making it sound easy....with his wonderful charm and heart that he so givingly shared with the world.Could we have orchestrated it differently,used dancers on stage or fireworks to make the staging more extravagant....of course!What the audience might not know is that it costs a lot extra to have fire, smoke, bubbles, set etc on stage and it needs to serve the song.I'm super grateful for the hard work of everyone around us and to the crew of Eurovision, it was an honor to be a part of it all.We spread our message that we have a choice to treat other people with kindness and love... it's important, thank you guys for letting us know that it reached your heartsBehind the strongest people we meet there can be a painful story...so be considerate and kind to others....and please stop violence...please! "We've only got each other now, don't walk away and play pretend, it might as well be you who's suffering tonight! We all have a choice we can make"most of all I'm thankful for the friendships I've made on this journey, they touched my heart. I believe things happen for a reason, and I don't take any of this for granted....that I'll take with me from this.Life is so short and the only thing we know is that we have here and now Love to you all and congratulations to all my friends on your success on Saturday#ourchoice #iceland #singersofeurovision #teamiceland #eurovision #eurovision2018 #esc2018 #singersongwriter @ari_olafsson @erlastef @arnarun @viggis @gunnileo @felixbergsson @baldurrafn90 @rankaclausen @solveigk1985 @elinreynis @sallarinn @birna76 @arnorpalmi @ragnarsantos @bonjonesy @ryan_acoustic @cesarsampson @zibbz_official @eugentbushpepa @davidluther A post shared by Thorunn Clausen (@thorunnclausen) on May 14, 2018 at 10:41am PDT Aðspurður út í færslu Þórunnar og þá helst hvort gloríur á borð við eld, reyk og sápukúlur hafi mögulega ekki verið hægt að framkvæma vegna skorts á fjármagni segist Arnór ekki hafa heyrt af því. Þá hafi RÚV ekki pressað á þau að sleppa neinu heldur hafi allt farið eins og áætlað var frá upphafi. Arnór segir að lokum hópinn þó fyrst og fremst ánægðan með frammistöðu Ara á þriðjudagskvöldið. Að því leyti hafi ætlunarverkið tekist. „Það sem við lögðum upp með, að Ari myndi flytja þetta lag jafnstórkostlega og hann gerði, það tókst.“
Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Ganga stolt frá Eurovision „Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum“ 14. maí 2018 06:00 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Ganga stolt frá Eurovision „Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum“ 14. maí 2018 06:00
90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24