Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 16:45 Undir ísilögðu yfirborði Evrópu leynist að líkindum neðanjarðarhaf fljótandi vatns. NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar. Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar.
Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15