Íslenska komin á blað hjá Microsoft Translator Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 15:51 Guðni forseti prófar þjónustuna. Microsoft Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki. Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki.
Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira