Eurovision-ævintýri Íslands þetta árið kostaði um 90 milljónir sem er sambærilegur kostnaður við árið í fyrra. Framlag Íslands hafnaði í neðsta sæti síns undanriðils, fékk ekkert stig úr símakosningu áhorfenda og komst ekki í úrslit frekar en árið 2015, 2016 og 2017.
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV að áætlaður kostnaður vegna þátttökunnar í lokakeppninni í Lissabon í Portúgal sé um 30 milljónir króna. Innifalið í kostnaðinum eru þátttökugreiðslur til EBU, tæknikostnaður á Íslandi, allur ferðakostnaður og laun þátttakenda.
Reiknað sé með því að keppnin í ár standi undir sér miðað við áætlanir sem gerðar voru. Þar munar mestu um kostun og auglýsingatekjur. Hópur Íslands í lokakeppninni telur yfirleitt í kringum 20 manns, þar á meðal listamennirnir í atriðinu sjálfir, leikstjóri, tæknifólk, fararstjóri, þáttagerðarfólk og annað aðstoðarfólk.
Það var Netta Barzilai frá Ísrael sem bar sigur úr bítum í Eurovision í ár og mun keppnin að ári fara fram í Jerúsalem. Ísland komst síðast í úrslit í Eurovision árið 2014 með laginu Enga fordóma með Pollapönki.
90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands

Tengdar fréttir

Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum
Var neðst í sínum riðli.

Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni
Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum.

Ganga stolt frá Eurovision
„Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum“