Erlent

Breyta nafninu fyrir Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump er í hávegum hafður á jerúsalemsku pöllunum.
Donald Trump er í hávegum hafður á jerúsalemsku pöllunum. Vísir/Getty
Beitar Jerusalem, stærsta knattspyrnulið Jerúsalemborgar, tilkynnti í gær að liðið ætlaði að breyta nafni sínu í Beitar Trump Jerusalem til heiðurs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ástæðan er ákvörðun Trumps um að flytja sendiráðið til Jerúsalem.

„Í sjötíu ár hefur Jerúsalem beðið eftir alþjóðlegri viðurkenningu. Allt þangað til Donald Trump forseti viðurkenndi af miklu hugrekki að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraels,“ sagði í tilkynningunni. Ekki er ljóst hvort nafnbreytingin er tímabundin eða varanleg.

Beitar Trump hefur unnið ísraelsku úrvalsdeildina sex sinnum, verið jafnoft í öðru sæti og unnið ísraelska bikarinn sjö sinnum. Háværir stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir andúð sína á aröbum og hafa hreykt sér af því að enginn arabi hafi spilað fyrir liðið.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×