Arnór fór út af á 41. mínútu í stöðunni 0-0. Lasse Nielsen skoraði sigurmark Trelleborgs undir lok venjulegs leiktíma. Óttar Magnús Karlsson sat allan leikinn á varamannabekk Trelleborgs.
Á heimasíðu Malmö segir að Arnór Ingvi hafi meiðst á ökkla, þeim sama og hann hafi áður glímt við meiðsli á. Þar segir einnig að hann hafi verið of þjáður til þess að halda áfram en strax hafi verið hafist handa við endurhæfingu og bíða verði og sjá hvernig hún muni ganga.
41' Arnór Ingvi Traustason tvingas kliva av på grund av skada. Bonke Innocent ersätter.#TFFMFF | 0–0
— Malmö FF (@Malmo_FF) May 13, 2018
Arnór Ingvi er einn þeirra 23 leikmanna sem Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi í lokahópinn fyrir HM í Rússlandi í sumar.
Arnór Smárason, sem er einn af þeim tólf leikmönnum sem eru til taks að koma inn í lokahópinn, kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í sigri Hammarby á Örebro. Jiloan Hamad skoraði sigurmarkið stuttu eftir að Arnór kom inn á en gestirnir frá Hammarby voru einum leikmanni fleiri í um klukkutíma eftir að Kennedy Igboananike fékk að líta rauða spjaldið á 39. mínútu leiksins.
Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um meiðsli Arnórs