Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. maí 2018 15:45 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal. Vísir/Heiða Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira