Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 14:41 Dagur segir að ekki standi steinn yfir steini í þessum hugmyndum Sjálfstæðisflokksins. Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28