500 daga bið, blákaldur veruleiki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 12. maí 2018 10:01 Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar