Harpa á betra skilið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. maí 2018 09:15 Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun