Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 10:40 McCain er orðinn 81 árs gamall. Hann var skorinn upp vegna heilaæxlis í fyrra. Vísir/AFP Aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins gerði lítið úr andstöðu öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA vegna þess að hann væri „hvort eð er að deyja“ á lokuðum fundi í gær. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lýst miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu hennar. Ástæðan fyrir efasemdum McCain um Haspel er sú að hún stýrði leynifangelsi í Taílandi þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru pyntaðir og tók þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingarnar. Þegar Haspel kom fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í vikunni gaf hún ekki skýr svör um hvort hún teldi pyntingar eins og þær sem CIA hefur beitt undir yfirskyni „aukinna yfirheyrsluaðferða“ siðlausar. Hún lofaði því þó að endurvekja ekki yfirheyrsluáætlun sambærilega þeirri sem CIA beitti eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001. McCain hefur áður reynst Trump og forystu repúblikana erfiður ljár í þúfu. Hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna flokksins sem greiddu atkvæði gegn afnámi sjúkratryggingalaganna Obamacare í fyrra. Á tíðum hefur hann einnig verið gagnrýninn á Trump, meðal annars í væntanlegri bók.Þræta ekki fyrir ummælin Sumum repúblikönum hefur gramist andstaða McCain við tilnefninguna. Á lokuðum fundi í Hvíta húsinu í gær fór Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptaskrifstofu þess, háðulegum orðum um mótmæli McCain, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Þetta skiptir ekki máli, hann er hvort eð er að deyja,“ sagði Sadler en McCain er nú að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Cindy McCain, eiginkona þingmannsins, tísti beint til Sadler í gærkvöldi og benti henni á að hann ætti fjölskyldu. „Mætti ég minna þig á að eiginmaður minn á fjölskyldu, sjö börn og fimm barnabörn,“ tísti hún.@kellysadler45 May I remind you my husband has a family, 7 children and 5 grandchildren.— Cindy McCain (@cindymccain) May 10, 2018 Uppnefndur „söngfuglinn“ á Fox Háðsyrði Sadler voru ekki þau einu sem voru látin falla um McCain í vikunni. Þáttastjórnandi á Fox Business baðst afsökunar í gær fyrir að hafa ekki andæft ummælum viðmælanda síns um að pyntingar hefðu „virkað“ á McCain. McCain var tekinn höndum og pyntaður í Víetnamstríðinu eftir að flugvél hans hrapaði. „Þess vegna kalla þeir hann „Söngfuglinn John“,“ sagði Thomas McInersey, fyrrverandi herforingi úr flughernum og stuðningsmaður Trump forseta, á viðskiptarás Fox í gær....WowConversation on Fox about torture: "It worked on John [McCain]. That's why they call him 'Songbird John'" https://t.co/OjCwhv2ZhI pic.twitter.com/WehsgPAqgb— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) May 10, 2018 Sú fullyrðing virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Þvert á móti er McCain sagður hafa hafnað því að vera sleppt úr fangabúðunum þar sem hann var pyntaður til að yfirgefa ekki félaga sína sem voru þar í haldi. Charles Payne, stjórnandi þáttarins, baðst afsökunar á Twitter síðar um daginn og sagðist iðrast þess að hafa misst af ummælunum.I regret I did not catch this remark, as it should have been challenged. As a proud military veteran and son of a Vietnam Vet these words neither reflect my or the network's feelings about Senator McCain, or his remarkable service and sacrifice to this country.”Charles V. Payne— Charles V Payne (@cvpayne) May 10, 2018 Trump forseti gerði sjálfur lítið úr McCain í kosningabaráttunni árið 2015. „Hann er stríðshetja vegna þess að hann var tekinn höndum. Mér líkar við fólk sem var ekki tekið höndum,“ sagði Trump sem kom sér sjálfur ítrekað undan herþjónustu á sínum yngri árum. New York Times sagði frá því um helgina að starfslið McCain hefði sagt Hvíta húsinu að McCain vildi að Mike Pence, varaforseti, yrði viðstaddur jarðarför hans frekar en Trump þegar þar að kemur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins gerði lítið úr andstöðu öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA vegna þess að hann væri „hvort eð er að deyja“ á lokuðum fundi í gær. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lýst miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu hennar. Ástæðan fyrir efasemdum McCain um Haspel er sú að hún stýrði leynifangelsi í Taílandi þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru pyntaðir og tók þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingarnar. Þegar Haspel kom fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í vikunni gaf hún ekki skýr svör um hvort hún teldi pyntingar eins og þær sem CIA hefur beitt undir yfirskyni „aukinna yfirheyrsluaðferða“ siðlausar. Hún lofaði því þó að endurvekja ekki yfirheyrsluáætlun sambærilega þeirri sem CIA beitti eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001. McCain hefur áður reynst Trump og forystu repúblikana erfiður ljár í þúfu. Hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna flokksins sem greiddu atkvæði gegn afnámi sjúkratryggingalaganna Obamacare í fyrra. Á tíðum hefur hann einnig verið gagnrýninn á Trump, meðal annars í væntanlegri bók.Þræta ekki fyrir ummælin Sumum repúblikönum hefur gramist andstaða McCain við tilnefninguna. Á lokuðum fundi í Hvíta húsinu í gær fór Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptaskrifstofu þess, háðulegum orðum um mótmæli McCain, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Þetta skiptir ekki máli, hann er hvort eð er að deyja,“ sagði Sadler en McCain er nú að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Cindy McCain, eiginkona þingmannsins, tísti beint til Sadler í gærkvöldi og benti henni á að hann ætti fjölskyldu. „Mætti ég minna þig á að eiginmaður minn á fjölskyldu, sjö börn og fimm barnabörn,“ tísti hún.@kellysadler45 May I remind you my husband has a family, 7 children and 5 grandchildren.— Cindy McCain (@cindymccain) May 10, 2018 Uppnefndur „söngfuglinn“ á Fox Háðsyrði Sadler voru ekki þau einu sem voru látin falla um McCain í vikunni. Þáttastjórnandi á Fox Business baðst afsökunar í gær fyrir að hafa ekki andæft ummælum viðmælanda síns um að pyntingar hefðu „virkað“ á McCain. McCain var tekinn höndum og pyntaður í Víetnamstríðinu eftir að flugvél hans hrapaði. „Þess vegna kalla þeir hann „Söngfuglinn John“,“ sagði Thomas McInersey, fyrrverandi herforingi úr flughernum og stuðningsmaður Trump forseta, á viðskiptarás Fox í gær....WowConversation on Fox about torture: "It worked on John [McCain]. That's why they call him 'Songbird John'" https://t.co/OjCwhv2ZhI pic.twitter.com/WehsgPAqgb— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) May 10, 2018 Sú fullyrðing virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Þvert á móti er McCain sagður hafa hafnað því að vera sleppt úr fangabúðunum þar sem hann var pyntaður til að yfirgefa ekki félaga sína sem voru þar í haldi. Charles Payne, stjórnandi þáttarins, baðst afsökunar á Twitter síðar um daginn og sagðist iðrast þess að hafa misst af ummælunum.I regret I did not catch this remark, as it should have been challenged. As a proud military veteran and son of a Vietnam Vet these words neither reflect my or the network's feelings about Senator McCain, or his remarkable service and sacrifice to this country.”Charles V. Payne— Charles V Payne (@cvpayne) May 10, 2018 Trump forseti gerði sjálfur lítið úr McCain í kosningabaráttunni árið 2015. „Hann er stríðshetja vegna þess að hann var tekinn höndum. Mér líkar við fólk sem var ekki tekið höndum,“ sagði Trump sem kom sér sjálfur ítrekað undan herþjónustu á sínum yngri árum. New York Times sagði frá því um helgina að starfslið McCain hefði sagt Hvíta húsinu að McCain vildi að Mike Pence, varaforseti, yrði viðstaddur jarðarför hans frekar en Trump þegar þar að kemur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira