Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 10:40 McCain er orðinn 81 árs gamall. Hann var skorinn upp vegna heilaæxlis í fyrra. Vísir/AFP Aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins gerði lítið úr andstöðu öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA vegna þess að hann væri „hvort eð er að deyja“ á lokuðum fundi í gær. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lýst miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu hennar. Ástæðan fyrir efasemdum McCain um Haspel er sú að hún stýrði leynifangelsi í Taílandi þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru pyntaðir og tók þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingarnar. Þegar Haspel kom fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í vikunni gaf hún ekki skýr svör um hvort hún teldi pyntingar eins og þær sem CIA hefur beitt undir yfirskyni „aukinna yfirheyrsluaðferða“ siðlausar. Hún lofaði því þó að endurvekja ekki yfirheyrsluáætlun sambærilega þeirri sem CIA beitti eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001. McCain hefur áður reynst Trump og forystu repúblikana erfiður ljár í þúfu. Hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna flokksins sem greiddu atkvæði gegn afnámi sjúkratryggingalaganna Obamacare í fyrra. Á tíðum hefur hann einnig verið gagnrýninn á Trump, meðal annars í væntanlegri bók.Þræta ekki fyrir ummælin Sumum repúblikönum hefur gramist andstaða McCain við tilnefninguna. Á lokuðum fundi í Hvíta húsinu í gær fór Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptaskrifstofu þess, háðulegum orðum um mótmæli McCain, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Þetta skiptir ekki máli, hann er hvort eð er að deyja,“ sagði Sadler en McCain er nú að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Cindy McCain, eiginkona þingmannsins, tísti beint til Sadler í gærkvöldi og benti henni á að hann ætti fjölskyldu. „Mætti ég minna þig á að eiginmaður minn á fjölskyldu, sjö börn og fimm barnabörn,“ tísti hún.@kellysadler45 May I remind you my husband has a family, 7 children and 5 grandchildren.— Cindy McCain (@cindymccain) May 10, 2018 Uppnefndur „söngfuglinn“ á Fox Háðsyrði Sadler voru ekki þau einu sem voru látin falla um McCain í vikunni. Þáttastjórnandi á Fox Business baðst afsökunar í gær fyrir að hafa ekki andæft ummælum viðmælanda síns um að pyntingar hefðu „virkað“ á McCain. McCain var tekinn höndum og pyntaður í Víetnamstríðinu eftir að flugvél hans hrapaði. „Þess vegna kalla þeir hann „Söngfuglinn John“,“ sagði Thomas McInersey, fyrrverandi herforingi úr flughernum og stuðningsmaður Trump forseta, á viðskiptarás Fox í gær....WowConversation on Fox about torture: "It worked on John [McCain]. That's why they call him 'Songbird John'" https://t.co/OjCwhv2ZhI pic.twitter.com/WehsgPAqgb— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) May 10, 2018 Sú fullyrðing virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Þvert á móti er McCain sagður hafa hafnað því að vera sleppt úr fangabúðunum þar sem hann var pyntaður til að yfirgefa ekki félaga sína sem voru þar í haldi. Charles Payne, stjórnandi þáttarins, baðst afsökunar á Twitter síðar um daginn og sagðist iðrast þess að hafa misst af ummælunum.I regret I did not catch this remark, as it should have been challenged. As a proud military veteran and son of a Vietnam Vet these words neither reflect my or the network's feelings about Senator McCain, or his remarkable service and sacrifice to this country.”Charles V. Payne— Charles V Payne (@cvpayne) May 10, 2018 Trump forseti gerði sjálfur lítið úr McCain í kosningabaráttunni árið 2015. „Hann er stríðshetja vegna þess að hann var tekinn höndum. Mér líkar við fólk sem var ekki tekið höndum,“ sagði Trump sem kom sér sjálfur ítrekað undan herþjónustu á sínum yngri árum. New York Times sagði frá því um helgina að starfslið McCain hefði sagt Hvíta húsinu að McCain vildi að Mike Pence, varaforseti, yrði viðstaddur jarðarför hans frekar en Trump þegar þar að kemur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins gerði lítið úr andstöðu öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA vegna þess að hann væri „hvort eð er að deyja“ á lokuðum fundi í gær. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lýst miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu hennar. Ástæðan fyrir efasemdum McCain um Haspel er sú að hún stýrði leynifangelsi í Taílandi þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru pyntaðir og tók þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingarnar. Þegar Haspel kom fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í vikunni gaf hún ekki skýr svör um hvort hún teldi pyntingar eins og þær sem CIA hefur beitt undir yfirskyni „aukinna yfirheyrsluaðferða“ siðlausar. Hún lofaði því þó að endurvekja ekki yfirheyrsluáætlun sambærilega þeirri sem CIA beitti eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001. McCain hefur áður reynst Trump og forystu repúblikana erfiður ljár í þúfu. Hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna flokksins sem greiddu atkvæði gegn afnámi sjúkratryggingalaganna Obamacare í fyrra. Á tíðum hefur hann einnig verið gagnrýninn á Trump, meðal annars í væntanlegri bók.Þræta ekki fyrir ummælin Sumum repúblikönum hefur gramist andstaða McCain við tilnefninguna. Á lokuðum fundi í Hvíta húsinu í gær fór Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptaskrifstofu þess, háðulegum orðum um mótmæli McCain, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Þetta skiptir ekki máli, hann er hvort eð er að deyja,“ sagði Sadler en McCain er nú að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Cindy McCain, eiginkona þingmannsins, tísti beint til Sadler í gærkvöldi og benti henni á að hann ætti fjölskyldu. „Mætti ég minna þig á að eiginmaður minn á fjölskyldu, sjö börn og fimm barnabörn,“ tísti hún.@kellysadler45 May I remind you my husband has a family, 7 children and 5 grandchildren.— Cindy McCain (@cindymccain) May 10, 2018 Uppnefndur „söngfuglinn“ á Fox Háðsyrði Sadler voru ekki þau einu sem voru látin falla um McCain í vikunni. Þáttastjórnandi á Fox Business baðst afsökunar í gær fyrir að hafa ekki andæft ummælum viðmælanda síns um að pyntingar hefðu „virkað“ á McCain. McCain var tekinn höndum og pyntaður í Víetnamstríðinu eftir að flugvél hans hrapaði. „Þess vegna kalla þeir hann „Söngfuglinn John“,“ sagði Thomas McInersey, fyrrverandi herforingi úr flughernum og stuðningsmaður Trump forseta, á viðskiptarás Fox í gær....WowConversation on Fox about torture: "It worked on John [McCain]. That's why they call him 'Songbird John'" https://t.co/OjCwhv2ZhI pic.twitter.com/WehsgPAqgb— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) May 10, 2018 Sú fullyrðing virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Þvert á móti er McCain sagður hafa hafnað því að vera sleppt úr fangabúðunum þar sem hann var pyntaður til að yfirgefa ekki félaga sína sem voru þar í haldi. Charles Payne, stjórnandi þáttarins, baðst afsökunar á Twitter síðar um daginn og sagðist iðrast þess að hafa misst af ummælunum.I regret I did not catch this remark, as it should have been challenged. As a proud military veteran and son of a Vietnam Vet these words neither reflect my or the network's feelings about Senator McCain, or his remarkable service and sacrifice to this country.”Charles V. Payne— Charles V Payne (@cvpayne) May 10, 2018 Trump forseti gerði sjálfur lítið úr McCain í kosningabaráttunni árið 2015. „Hann er stríðshetja vegna þess að hann var tekinn höndum. Mér líkar við fólk sem var ekki tekið höndum,“ sagði Trump sem kom sér sjálfur ítrekað undan herþjónustu á sínum yngri árum. New York Times sagði frá því um helgina að starfslið McCain hefði sagt Hvíta húsinu að McCain vildi að Mike Pence, varaforseti, yrði viðstaddur jarðarför hans frekar en Trump þegar þar að kemur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira