Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 12:03 Haspel hefur unnið fyrir CIA frá árinu 1985. Hún yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni. Vísir/AFP Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30