Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:29 Steve Mnuchin kynnti viðskiptaþvinganirnar í gærkvöld. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06