Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2018 07:00 Frá mótmælaaðgerðum ljósmæðra við Karphúsið. Vísir/eyþór Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent