Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:41 Stuðningsmenn repúblikana hafa aðlagað skoðanir sínar að stefnu Trump í mörgum málum. Vísir/AFP Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45