Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 09:15 Trump og gíslarnir þrír. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira