Regnmet fyrir maí mánuð í Reykjavík fallið Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 10:21 Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar Vísir/Sigtryggur Ari „Já, takk sömuleiðis,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar honum er óskað til hamingju með regnmetið fyrir maí mánuð í Reykjavík sem féll klukkan níu í morgun. Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar og tveir dagar eftir af mánuðinum. Óli bendir á að maí mánuður sé alla jafna tiltölulega þurr á suðvesturhorninu og hefur rignt mun meira í öðrum mánuðum. Það sem geri þetta met sérstakt er hversu þurr maí mánuður er venjulega. Stafar það af því að í maí mánuði er svöl og þurr norðanátt venjulega ríkjandi. Óli Þór segir kalt loft yfir norðaustur Kanada og Baffinsflóa, sem er hafið á milli Grænlands og Kanada, hafa valdið því að blaut suðvestanátt hefur blásið yfir landið. Það þýðir að kalt loft af hafi hefur farið yfir suðvestur horn landsins. Suðvestan áttin gerir það hins vegar að verkum að á Norður og Norðausturlandi hefur veðrið verið með eindæmum gott þar sem þeir landshlutar fá vindinn af landi og því mun hlýrra loft. Er til dæmis spáð bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag og hita allt að 20 stigum yfir daginn.Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði.vísir/sigtryggur ariÓli Þór segir að það sé í sjálfu sér fremur tilviljanakennt hvar hæðirnar og lægðirnar staðsetja sig á hverjum tíma og þannig séð ekkert sérstakt sem veldur því að þetta raðaðist svona í maí mánuði. Á næstu dögum er þó að sjá að það verði hæðakerfi yfir landinu sem bægir lægðunum frá landinu. „Það verður þá strax mun betra veður. Það verður minni vindur og úrkoma þó það verði ekki alveg þurrt og ekki sól allstaðar, þá er það mun skárra veður en verið hefur. Svo er loftmassinn sjálfur sem slíkur mun heitari en verið hefur“ segir Óli Þór. Spurður hvort Íslendingar séu þá lausir við slydduna í bili segist hann vona það. „Ég er ekki að sjá slyddu í kortunum næstu tíu daga. Við erum ekki að fara niður í 2 – 4 gráður á nóttunni eins og var, meira að fara niður í 5 -7 gráður, og svo upp í 12 til 14 á deginum en ekki 7 – 9. Þar liggur munurinn.“ Hann segir maí mánuð þó hafa verið fínan fyrir gróðurinn. Norðanáttin sé kaldari og þegar hún er ríkjandi í maí gerir næturfrost. Í þessum maí mánuði þar sem sunnanáttin hefur verið ríkjandi hefur þó gert lítið sem ekkert næturfrost, og því hefur þessi maí mánuður verið mjög fínn fyrir gróður, þó að slyddað hafi sumstaðar. Veður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Já, takk sömuleiðis,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar honum er óskað til hamingju með regnmetið fyrir maí mánuð í Reykjavík sem féll klukkan níu í morgun. Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar og tveir dagar eftir af mánuðinum. Óli bendir á að maí mánuður sé alla jafna tiltölulega þurr á suðvesturhorninu og hefur rignt mun meira í öðrum mánuðum. Það sem geri þetta met sérstakt er hversu þurr maí mánuður er venjulega. Stafar það af því að í maí mánuði er svöl og þurr norðanátt venjulega ríkjandi. Óli Þór segir kalt loft yfir norðaustur Kanada og Baffinsflóa, sem er hafið á milli Grænlands og Kanada, hafa valdið því að blaut suðvestanátt hefur blásið yfir landið. Það þýðir að kalt loft af hafi hefur farið yfir suðvestur horn landsins. Suðvestan áttin gerir það hins vegar að verkum að á Norður og Norðausturlandi hefur veðrið verið með eindæmum gott þar sem þeir landshlutar fá vindinn af landi og því mun hlýrra loft. Er til dæmis spáð bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag og hita allt að 20 stigum yfir daginn.Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði.vísir/sigtryggur ariÓli Þór segir að það sé í sjálfu sér fremur tilviljanakennt hvar hæðirnar og lægðirnar staðsetja sig á hverjum tíma og þannig séð ekkert sérstakt sem veldur því að þetta raðaðist svona í maí mánuði. Á næstu dögum er þó að sjá að það verði hæðakerfi yfir landinu sem bægir lægðunum frá landinu. „Það verður þá strax mun betra veður. Það verður minni vindur og úrkoma þó það verði ekki alveg þurrt og ekki sól allstaðar, þá er það mun skárra veður en verið hefur. Svo er loftmassinn sjálfur sem slíkur mun heitari en verið hefur“ segir Óli Þór. Spurður hvort Íslendingar séu þá lausir við slydduna í bili segist hann vona það. „Ég er ekki að sjá slyddu í kortunum næstu tíu daga. Við erum ekki að fara niður í 2 – 4 gráður á nóttunni eins og var, meira að fara niður í 5 -7 gráður, og svo upp í 12 til 14 á deginum en ekki 7 – 9. Þar liggur munurinn.“ Hann segir maí mánuð þó hafa verið fínan fyrir gróðurinn. Norðanáttin sé kaldari og þegar hún er ríkjandi í maí gerir næturfrost. Í þessum maí mánuði þar sem sunnanáttin hefur verið ríkjandi hefur þó gert lítið sem ekkert næturfrost, og því hefur þessi maí mánuður verið mjög fínn fyrir gróður, þó að slyddað hafi sumstaðar.
Veður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda