Gunnar missti boltann klaufalega frá sér eftir hornspyrnu en Þorvaldur segir að félagar hans hafi lítið verið að hjálpa honum.
„Það eru tveir FH-ingar fyrir Gunnari þegar hann ætlar að reyna að grípa boltann. Mér finnst þeir læsa hann inni. Svo stíga FH-ingar ekki upp í boltann. Eiga allir þessir FH-ingar að vera í kringum markvörðinn?“ spyr Þorvaldur.
„Mér finnst ekki bara hægt að kenna markverðinum um þetta mark.“
Sjá má mörkin úr leik FH og Fylkis og greininguna hér að neðan.