Skanna tvær milljónir mynda The Telegraph Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Myndasafnið frá The Telegraph fyllti heilan 40 feta gám. Á skrifstofunni hjá Arnaldi og félögum er allt morandi í myndum. Vísir/Sigtryggur Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira