Að tala upp samfélag Birna Lárusdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun