Fékk 360 þúsund króna viðbót Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Bæjarstjórar hafa hækkað í launum að undanförnu. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar er þar engin undantekning. Vísir/gva Mánaðarlaun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hækkuðu um rúmlega 360 þúsund krónur í fyrra frá árinu 2016. Laun bæjarfulltrúa hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórnendur í Mosfellsbæ fóru ekki þá leið sem margar sveitarstjórnir fóru, að afsala sér áhrifum hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi í nóvember 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig áhrif kjararáðshækkunarinnar, eða annarra leiða sem farnar voru við útreikning launa, hafa birst í ársreikningum sveitarfélaganna. Ársreikningarnir eiga það allir sameiginlegt að þar er lítið gagnsæi. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórna og bæjarstjóra eru jafnan afgreidd í einni setningu, birt sem ein heildarupphæð og oft án samanburðar við árið áður.Haraldur SverrissonFréttablaðið hefur því að undanförnu kallað eftir sundurliðun á þessum upplýsingum til að sýna fram á launaþróun kjörinna fulltrúa milli áranna 2016 og 2017. Það leiddi meðal annars til þess að Fréttablaðið greindi frá því hvernig laun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði og nema í dag um 2,5 milljónum. Athygli vekur að bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, fékk tvær milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem bæjarstjóri og sem kjörinn bæjarfulltrúi. Það er 361 þúsund krónum meira en árið 2016 eða hækkun sem nemur 22 prósentum. Laun bæjarfulltrúa námu 34 milljónum árið 2017 en voru 25,4 milljónir árið áður.Hækkunin nemur 33,8 prósentum. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hækkuðu laun bæjarstjórnar frá og með 1. janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups. Ákveðið hafi þó verið að lækka þóknun til bæjarfulltrúa úr 25 prósentum af þingfararkaupi í 22,5 prósent sem hafi skilað því að hækkunin varð minni en ella. Bæjarstjóralaunin hækkuðu sömuleiðis vegna ákvörðunar kjararáðs. En samkvæmt ráðningarsamningi skulu laun hans fylgja launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórinn, sem einnig er kjörinn bæjarfulltrúi eins og víða tíðkast, þiggur því tvöföld laun og er meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. Um 9.800 íbúar voru í Mosfellsbæ í lok síðasta ársEiríkur fékk hækkun Laun bæjarfulltrúa á Akureyri hækkuðu um rúmlega 31 prósent milli ára í fyrra en mánaðarlaun bæjarstjórans, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu um aðeins sjö prósent. Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu þó um 103 þúsund krónur á mánuði. Akureyringar fóru þá leið, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, að aftengja launakjör sín þingfararkaupi og þar með ríflegri launahækkun kjararáðs frá nóvember 2016. Í staðinn taka laun þeirra og bæjarstjóra nú breytingum í samræmi við launavísitölu, tvisvar á ári. Laun bæjarstjórnar, ráðs og nefnda nema nú skilgreindu hlutfalli af viðmiðunarfjárhæð, sem er 960.607 krónur. Bæjarstjórinn fékk 1.562 þúsund krónur á mánuði í fyrra samanborið við 1.459 þúsund árið 2016. Launakostnaður bæjarstjórnar fór úr 29,1 milljón króna árið 2016 í 38,2 Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hækkuðu um rúmlega 360 þúsund krónur í fyrra frá árinu 2016. Laun bæjarfulltrúa hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórnendur í Mosfellsbæ fóru ekki þá leið sem margar sveitarstjórnir fóru, að afsala sér áhrifum hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi í nóvember 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig áhrif kjararáðshækkunarinnar, eða annarra leiða sem farnar voru við útreikning launa, hafa birst í ársreikningum sveitarfélaganna. Ársreikningarnir eiga það allir sameiginlegt að þar er lítið gagnsæi. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórna og bæjarstjóra eru jafnan afgreidd í einni setningu, birt sem ein heildarupphæð og oft án samanburðar við árið áður.Haraldur SverrissonFréttablaðið hefur því að undanförnu kallað eftir sundurliðun á þessum upplýsingum til að sýna fram á launaþróun kjörinna fulltrúa milli áranna 2016 og 2017. Það leiddi meðal annars til þess að Fréttablaðið greindi frá því hvernig laun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði og nema í dag um 2,5 milljónum. Athygli vekur að bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, fékk tvær milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem bæjarstjóri og sem kjörinn bæjarfulltrúi. Það er 361 þúsund krónum meira en árið 2016 eða hækkun sem nemur 22 prósentum. Laun bæjarfulltrúa námu 34 milljónum árið 2017 en voru 25,4 milljónir árið áður.Hækkunin nemur 33,8 prósentum. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hækkuðu laun bæjarstjórnar frá og með 1. janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups. Ákveðið hafi þó verið að lækka þóknun til bæjarfulltrúa úr 25 prósentum af þingfararkaupi í 22,5 prósent sem hafi skilað því að hækkunin varð minni en ella. Bæjarstjóralaunin hækkuðu sömuleiðis vegna ákvörðunar kjararáðs. En samkvæmt ráðningarsamningi skulu laun hans fylgja launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórinn, sem einnig er kjörinn bæjarfulltrúi eins og víða tíðkast, þiggur því tvöföld laun og er meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. Um 9.800 íbúar voru í Mosfellsbæ í lok síðasta ársEiríkur fékk hækkun Laun bæjarfulltrúa á Akureyri hækkuðu um rúmlega 31 prósent milli ára í fyrra en mánaðarlaun bæjarstjórans, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu um aðeins sjö prósent. Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu þó um 103 þúsund krónur á mánuði. Akureyringar fóru þá leið, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, að aftengja launakjör sín þingfararkaupi og þar með ríflegri launahækkun kjararáðs frá nóvember 2016. Í staðinn taka laun þeirra og bæjarstjóra nú breytingum í samræmi við launavísitölu, tvisvar á ári. Laun bæjarstjórnar, ráðs og nefnda nema nú skilgreindu hlutfalli af viðmiðunarfjárhæð, sem er 960.607 krónur. Bæjarstjórinn fékk 1.562 þúsund krónur á mánuði í fyrra samanborið við 1.459 þúsund árið 2016. Launakostnaður bæjarstjórnar fór úr 29,1 milljón króna árið 2016 í 38,2
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00