Sá á kvölina sem á völina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:00 Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun