Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 23:48 Gassama náði til drengsins á einungis nokkrum sekúndum. Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Frakkland Malí Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Frakkar hylla ungan mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. Vitni segja að hinn 22 ára gamli Mamoudou Gassama hafi ekki hikað við að setja eigið líf í hættu og klifra upp hlið húss svo hann gæti bjargað fjögurra ára dreng sem hékk fram af svölum. Björgunin náðist á myndband sem hefur notið mikilla vinsælda. Á einungis nokkrum sekúndum tókst Gassama að klifra upp húsið og komast til drengsins þar sem hann hékk fram af svölum á fjórðu hæð. Maður á svölunum við hlið drengsins hafði þó náð taki á honum og kom í veg fyrir að hann félli. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var Gassama búinn að bjarga drengnum og í samtali við AFP fréttaveituna sagði slökkviliðsmaður að Gassama hefði sýnt mikið hugrekki. Sjálfur sagði Gassama að hann hefði brugðist við án þess að hugsa. „Ég sá allt þetta fólk kalla og bíla flauta. Ég klifraði þarna upp og, þökk sé guði, bjargaði barninu,“ sagði Gassama. „Ég varð hræddur eftir að ég bjargaði barninu. Við fórum inn í stofu og þar byrjaði ég að nötra. Ég þurfti að setjast niður.“ Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði á Twitter í dag að hún hefði rætt við Gassama og þakkað honum fyrir björgunina. Hann kom til Frakklands frá Malí fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja byggja sér nýtt líf þar. Hidalgo sagði ljóst að íbúar Parísar yrðu tilbúnir til að styðja við bakið á honum. Emmanuel Macron hefur boðið Gassama á fund sinn í forsetahöllinni á morgun. Lögreglan segir foreldra drengsins ekki hafa verið heima og var faðir hans fluttur til yfirheyrslu og ákærður fyrir að skilja barnið eftir. Móðir drengsins var á ferðalagi.Uppfært eftir að í ljós kom að um dreng var að ræða en ekki stúlku eins og fram kom í fyrstu frétt AFP.This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018
Frakkland Malí Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira