Hvaða meirihlutar eru mögulegir í borginni? Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:47 Hluti oddvitanna í borginni samankomnir á kosningavöku í gær. Vísir/Vilhelm Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44