Eyþór segir að það væri óráð að sparsla meirihlutanum saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 12:33 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Kosningar 2018 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Kosningar 2018 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira