Að tala niður náttúruna Tómas Guðbjartsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun