Sendiherra Ísraels kvartar undan "ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 19:00 Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Vísir/Getty Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39