MAST telur meðhöndlun skrautfugla ekki örugga og vill þá úr landi eða aflífaða ella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2018 12:14 Fuglarnir eru í sóttkví í Holtagörðum. Sníkjudýrið sem nefnist norræni fuglamítillinn greindist í einum þeirra. Matvælastofnun lsegir meðhöndlun ekki örugga og vill þá úr landi. Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella. Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella.
Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48
Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00