MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 10:22 Flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu og er flak hennar afar illa farið eins og sjá má. vísir/getty Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, sem Hollendingar leiða, en samkvæmt nefndinni kom flugskeytið frá 53. herliði Rússlands sem staðsett er í borginni Kursk.Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun. Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.„Öll farartækin í fylgdinni sem flutti flugskeytið voru frá rússneska henrum,“ sagði Wilbert Paulissen, hollenskur nefndarmaður. Hann sagði rannsakendur hafa rakið fylgdina til 53. herdeildar rússneska hersins. Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst. Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni. Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu. „Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann. MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, sem Hollendingar leiða, en samkvæmt nefndinni kom flugskeytið frá 53. herliði Rússlands sem staðsett er í borginni Kursk.Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun. Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.„Öll farartækin í fylgdinni sem flutti flugskeytið voru frá rússneska henrum,“ sagði Wilbert Paulissen, hollenskur nefndarmaður. Hann sagði rannsakendur hafa rakið fylgdina til 53. herdeildar rússneska hersins. Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst. Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni. Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu. „Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann.
MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13