Haukur Páll: Eina rétta í stöðunni var að skipta mér út af | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2018 09:47 „Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15