LeBron James hefur verið framúrskarandi í þessu einvígi til þessa og oftar en ekki skorað í kringum 40 stig. Það sást hins vegar á honum í leiknum í nótt að hann var þreyttur og náði vörn Celtic að halda honum í aðeins tveimur stigum í fjórða leikhluta. Hann skoraði í heildina 26 stig og tók 10 fráköst en hann var með sex tapaða bolta.
Nýliðinn Jayson Tatum hefur látið ljós sitt skína í úrslitakeppninni. Hann skoraði 24 stig fyrir Boston og náði þar með níunda leiknum í þessari úrslitakeppni þar sem hann fer yfir 20 stig.
Jayson Tatum posts 24 PTS, 7 REB, 4 AST, 4 STL to fuel the @celtics Game 5 home W!
At 20 years and 81 days old, Jayson Tatum is now the youngest player in NBA History to score at least 20 points in a conference finals game.#CUsRise#NBARooks#NBAPlayoffspic.twitter.com/kYlCiCFaCH
— NBA (@NBA) May 24, 2018
„Ég nýt þess að spila í þessum stóru leikjum. Þá skemmti ég mér mest. Við erum einum sigri frá því að komast í úrslitin, úrslitakeppnin dregur fram allt það besta í mönnum,“ sagði Tatum eftir sigurinn. Hann var einnig með sjö fráköst, fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum.
Celtics náði tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og hélt henni út leikinn. Cavaliers náði að skora níu stig í röð þegar Boston fór fjórar mínútur án þess að skora í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 83-71. Þá kom Al Horford boltanum í körfuna eftir samspil við Terry Rozier og braut ísinn og Cleveland komst ekki nær í leiknum.
The @celtics pour in 13 triples to take a 3-2 Eastern Conference Finals advantage! #CUsRise#NBAPlayoffspic.twitter.com/EX2MwhRoYG
— NBA (@NBA) May 24, 2018