Kóbaltskortur gæti hamlað rafhlöðuframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 08:00 Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum. Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent
Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent