Kjósum breytingar í Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 24. maí 2018 07:00 Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar