Það sem #metoo kenndi okkur Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. maí 2018 15:51 Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar