Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:04 Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30
Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48
Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent