Ólíklegt að Aron Rafn verði áfram í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 14:00 Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. vísir/andri marinó Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30