Borgarlína, nei takk? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun