Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 16:30 Donald Trump. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist. Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist.
Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira