Hlustið á fólkið á gólfinu Baldvin Már Baldvinsson skrifar 22. maí 2018 14:00 Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun