Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund Lars Lagerbäck í Laugardalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck er mættur til Íslands og hann hitti blaðamenn í Laugardalnum í dag þar sem norska knattspyrnusambandið hélt blaðamannafund.

Vel var mætt á fundinn hjá bæði íslenskum og norskum blaðamönnum en umfjöllunarefnið var vináttulandsleikur Íslands og Noregs á Laugardalsvellinum á morgun.

Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2012 til 2016 en tók við norska landsliðinu í ársbyrjun 2017.

Lars Lagerbäck vann marga flotta sigra á Laugardalsvellinum sem þjálfari íslenska landsliðsins og það verður sérstakt fyrir hann sem og leikmenn og stuðningsmenn íslenska landsliðið að sjá hann reyna að vinna Ísland á laugardagskvöldið.

Allur blaðmannafundur Lars Lagerbäck er nú aðgengilegur á Vísi eða í spilaranum hér fyrir ofan. Fjölmiðlafulltrúi norska sambandsins tilkynnti fyrir hann að fundurinn færi hvorki fram á norsku eða íslensku heldur á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×