Okrarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. maí 2018 10:00 Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð!
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar