Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Launin sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fær þykja ótæk. Vísir/GVA Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00