Niðurhal og netklám eykur líkur á að verða fyrir netbrotum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Þau eru mörg, kviksyndin á netinu. vísir/AFP Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira