Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 16:15 Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár og hafa fjallagarpar fylgst með halla hans undanfarið. Erla Kristín Birgisdóttir „Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg. Esjan Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
„Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira